1. í aðventu. Já jólin eru bara alveg að koma. Hlakka nú orðið pínu til. Fór í gær á jólamarkaðinn hérna í Karlsruhe en þvílíkir dónar lokuðu klukkan níu þegar við vorum að byrja að rölta um. Maður hefði nú haldið að það væri opið lengi svona þar sem að það var laugardagur og svona en nei ekki hérna. En það þýðir bara eitt, ég verð að fara aftur seinna og það finnst mér ekki leiðinlegt. Eina leiðinlega var að ég var búin að hlakka svo mikið til að fá mér vöflu með súkkulaði á en svo var bara lokað beint á nefið á okkur þegar við ætluðum að kaupa okkur vöflu. Meiri dónarnir......... en þá er bara eitthvað til að hlakka til næst þegar ég fer og þá ætla ég sko að mæta löngu áður en það lokar;)
Dagurinn í dag fór í samsetningu á húsgögnum sem við keyptum í síðustu viku og höfum ekki haft tíma til að setja saman fyrr en núna. Og svo var auðitað fótbolti eins og alla sunnudaga. En núna er íbúðin orðin nokkuð kósi þannig að ég get farið að taka myndir og setja á netið (þá geturu hætt að bíða Inga:)). Erum svo að fara á einhverja bíósýningu á eftir, það á að sýna einhverja gamla mynd(svarthvíta) og það verður live tónlist undir. Gæti orðið gaman, maður verður alltaf að prófa eitthvað nýtt.
Dagurinn í dag fór í samsetningu á húsgögnum sem við keyptum í síðustu viku og höfum ekki haft tíma til að setja saman fyrr en núna. Og svo var auðitað fótbolti eins og alla sunnudaga. En núna er íbúðin orðin nokkuð kósi þannig að ég get farið að taka myndir og setja á netið (þá geturu hætt að bíða Inga:)). Erum svo að fara á einhverja bíósýningu á eftir, það á að sýna einhverja gamla mynd(svarthvíta) og það verður live tónlist undir. Gæti orðið gaman, maður verður alltaf að prófa eitthvað nýtt.