Ríkey

sunnudagur, nóvember 28, 2004

1. í aðventu. Já jólin eru bara alveg að koma. Hlakka nú orðið pínu til. Fór í gær á jólamarkaðinn hérna í Karlsruhe en þvílíkir dónar lokuðu klukkan níu þegar við vorum að byrja að rölta um. Maður hefði nú haldið að það væri opið lengi svona þar sem að það var laugardagur og svona en nei ekki hérna. En það þýðir bara eitt, ég verð að fara aftur seinna og það finnst mér ekki leiðinlegt. Eina leiðinlega var að ég var búin að hlakka svo mikið til að fá mér vöflu með súkkulaði á en svo var bara lokað beint á nefið á okkur þegar við ætluðum að kaupa okkur vöflu. Meiri dónarnir......... en þá er bara eitthvað til að hlakka til næst þegar ég fer og þá ætla ég sko að mæta löngu áður en það lokar;)
Dagurinn í dag fór í samsetningu á húsgögnum sem við keyptum í síðustu viku og höfum ekki haft tíma til að setja saman fyrr en núna. Og svo var auðitað fótbolti eins og alla sunnudaga. En núna er íbúðin orðin nokkuð kósi þannig að ég get farið að taka myndir og setja á netið (þá geturu hætt að bíða Inga:)). Erum svo að fara á einhverja bíósýningu á eftir, það á að sýna einhverja gamla mynd(svarthvíta) og það verður live tónlist undir. Gæti orðið gaman, maður verður alltaf að prófa eitthvað nýtt.

laugardagur, nóvember 27, 2004

Hún á afmæli í dag
hún á afmæli í dag
hún á afmæli hún Eyrún
hún á afmæli í dag

Til hamingju með daginn og velkomin í hóp hinna ungu;)

Skrapp til útlanda......


Já haldiði að maður hafi ekki bara skellt sér til útlanda. Fórum í stelpuferð til Strassbourg í Frakklandi í gær (föstudag). Lögðum af stað upp úr hádegi, en þá komu Ásta, Bjargey og Óttar Geir (hann fékk að fara með í stelpuferðina) að ná í okkur Hafrúnu. Ferðin þangað gekk eins og í sögu enda vorum við með þvílíkar leiðbeiningar. Lögðum bílnum og ætluðum að rölta af stað í bæinn. Vorum nú ekki alveg vissar hvar við vorum eða í hvaða átt við ættum að fara þannig að við ákváðum að spyrja vörðinn í bílastæðahúsinu um leiðbeiningar. Þá kom upp babb í bátinn, engin okkar talar frönsku þannig að við ætluðum að byrja á þýsku en nei vorum ekki lengur í Þýskalandi þannig að það gekk ekki. Vissum nú svo sem að íslenskan kæmi okkur ekki til hjálpar þarna þannig að nú þurftum við að grafa upp enskuna sem hefur verið mjög lítið notuð undanfarið. Soldið skondið hvað maður getur ruglað saman tungumálum. En við komumst í bæinn að lokum. Byrjuðum að fá okkur að borða á rosa sætu litlu veitingahúsi, þurftum reyndar að bíða í nokkrar mínútur eftir borði en það var allt í lagi því á meðan við biðum þá fengum við rósavín til að sötra á. Urðum sko ekki fyrir vonbrigðum með að bíða eftir borðinu því biðin var þess virði, þvílíkt góður matur þarna. Rúlluðum okkur síðan út af staðnum (vorum svo saddar) og inn í göngugötuna. Þar var verið að byrja að koma fyrir jólamarkaði og jólaskrautið byrjað að koma. Röltum um bæinn og skoðuðum einhverja kirkju sem er þarna í miðbænum. Kíktum síðan í einstaka búð, þó svo að þetta hafi ekki verið verslunarferð en þá komu samt nokkrir pokar með heim. Maður kaupir alltaf eitthvað þegar maður fer til útlanda, það er bara skylda;) Fórum svo á kaffihús og ætluðum nú að fá okkur ekta franska súkkulaðiköku. Alveg magnað hvað fólk talar bara frönsku í Frakklandi þó svo að maður skilji ekki neitt. En enduðum í sykursjokki eftir þessa kaffihúsaferð en komumst að því að heitt súkkulaði er miklu betra á Íslandi en í Frakklandi. Röltum svo aðeins meira um bæinn eða þangað til það var búið að loka öllum búðunum þá fannst okkur tími til kominn að koma okkur heim. Ætluðum að borga fyrir bílastæðið í bílastæðahúsinu og settum miðann í kassann sem maður borgar í en miðinn hafði krumpast aðeins þannig að kassinn neitaði að gera nokkurn skapaðan hlut. Þá kom vörðurinn fram úr búrinu sínu og spurði hvað við hefðum eiginlega gert við kassann. Hann var eiginlega reiður við okkur, eins og við hefðum verið að eyðileggja uppáhaldsdótið hans. En við fengum nú að borga undir lokin. En núna vissum við hins vegar ekki alveg hvernig við ættum að komst út úr borginni þar sem að við vorum ekki með neinar leiðbeiningar um það og það var komið mikið myrkur. En með góðri samvinnu þá tókst það í fyrstu tilraun, við erum alveg ótrúlega klárar að rata:) Brunuðum svo heim saddar og sælar eftir góðan dag í útlandinu. Það er samt magnað hvað maður sá mikinn mun á því að vera í Frakklandi eða þegar maður kom aftur til Þýskalands. Göturnar urðu breiðari (eru þýskir bílar stærri en franskir, ég veit ekki) miklu snyrtilegra og þar að auki þá var maður kominn "heim".

miðvikudagur, nóvember 24, 2004

Það hlaut að koma að því að mig færi að dreyma á þýsku. Það gerðist síðustu nótt og ekki nóg með það að mig hafi dreymt á þýsku þá var ég líka að rífast, ég var alveg brjáluð. En svo sem gott að taka skapvonskuna út í draumi en ekki vöku:)
Er alltaf að prófa eitthvað nýtt meðan ég er hérna í Karlsruhe. Í dag fórum við Hafrún í blak. Það er sem sagt opinn tími í skólanum og fólk er svona misgott og tekur hlutunum misalvarlega. Við komum þarna og vorum eins og hálfgerðir álfar út úr hól en byrjuðum á mjög léttum boltaleik sem upphitun. Síðan var skipt í lið og ég lenti í fínu liði þar sem það skipti ekki alveg öllu máli að vera góður heldur meira að reyna að gera eitthvað. Hafrún var hins vegar ekki jafn heppin og liðið hennar tók hlutunum meira alvarlega. Ég var smá stressuð fyrst en svo var bara gaman og maður var alveg að skora stig og sýna góða takta (þó misgóða). Brunuðum síðan beint í jóga og þar var slappað vel af. Meira segja svo vel að ég svo gott sem sofnaði:) Eftir allt þetta vorum við nú orðnar ansi þreyttar en þá var best að bruna heim í sturtu og borða og svo að taka sig til því við vorum boðnar í afmæli. Munaði þó mjög litlu að við hefðum sofnað yfir kvöldmatnum en náðum að rífa okkur upp á rassgatinu og gera okkur fínar og sætar og örkuðum svo af stað í afmælið. Það var Dan (frá Rúmeníu) sem átti afmæli og við keyptum svo fína afmælisgjöf, en það var diskókúla (sem stendur á borði og snýst) og hún sló aldeilis í gegn í afmælinu. Það var strax kveikt á henni og allir héldu að þeir væru komnir á diskótek, kannski hjálpaði áfengið fólki í þeim misskilningi. En var bara róleg og fékk mér aðeins eitt glas af Glühwein (svipað íslenska jólaglögginu). Síðan ætluðum við að vera svo tímanlega að koma okkur heim og vorum búnar að tékka á því hvenær síðasti strassinn(sporvagn) færi. Jú jú mættum meira að segja tímanlega á stoppistöðina en viti menn þegar við settumst upp í og hann keyrði af stað þá fór hann í hina áttina þannig að við þurftum að hoppa út á næstu stöð sem var nú reyndar bara handan við hornið og taka annan sem fór samt ekki alla leið heim með okkur. En komumst nú heim á endanum. Alveg ótrúlega busy þriðjudagur. En þegar við vorum á leiðinni heim þá fór ég að finna fyrir verkjum í annarri hendinni og það er eftir blakið þar sem að hendurnar eru ekki alveg vanar því að láta bolta smassast á sér og líka það að maður kann svo sem ekki alveg réttu handtökin. En maður er glæsilegur með marbletti á fótunum eftir fótboltann á sunnudaginn og eftir hjólið mitt (dúndraði því nebbla í sköflunginn á mér, algjör klaufi) og svo núna verða hendurnar bláar eftir blakið. Kannski að maður mæti í bómull í næstu viku, þá ætti ekki að vera vandamál að fórna sér fyrir boltann;)

sunnudagur, nóvember 21, 2004

úff enn og aftur er helgin búin þó ekki alveg. Fór á föstudaginn í heimsókn til Wernersberg ( þar sem ég var skiptinemi) komst loksins til þeirra. Þetta var nebbla 4. tilraunin til þess að fara í heimsókn. Ég spilaði Matador(Monopoly) í 2,5 tíma. Ótrúlega gaman og langt síðan ég hef spilað eitthvað. Fór síðan með þau öll 4 (þ.e. krakkana) í göngutúr að skoða hestana þeirra. Komst að því að það er ekki auðvelt að vera fjögurra barna móðir, úffff......
Helgin var svo bara svona í rólegri kantinum, ótrúlega gott að geta slappað aðeins af. Sat í gærkvöldi bara upp í sófa, undir teppi og horfði á hina stórskemmtilegu Bridget Jones. Fór síðan í dag í hinn vikulega sænsk-íslenska fótbolta í glampandi sól en samt var nú smá kalt. Það mætti nú samt eiginlega kalla þetta íslenskann stelpubolta því í dag þá fjölmenntum við Íslensku stelpurnar og aðeins einn svíi mætti. Svo má ekki gleyma íslensku strákunum sem sýndu snilldartakta, þó svo að engum hafi tekist að slá Ástu út hvað taktana varðar. Hún sló gjörsamlega í gegn svona fyrir utan það að hún skoraði flest mörk fyrir sitt lið. Hver segir svo að stelpur kunni ekki að spila fótbolta:)

miðvikudagur, nóvember 17, 2004

Eftir miðskemmtilega nótt í fyrrinótt og ekkert sérlega góðan dag í gær þá er mér loksins farið að líða betur. Var nebbla veik þarna í fyrrinótt og í gær, ekki gaman. En hver nennir að vera veikur þannig að ég fór í skólann í dag enda leið mér mikið betur. Reyndar þá þurfti ég alveg að taka á öllu mínu til að komast þangað. Var alveg að komast að byggingunni þar sem tíminn minn var þá fékk ég þessa þvílíku vindhviðu í fangið og ég held að ég hafi fokið til baka um marga metra. Fyrir utan það þá var ég öll aum í andlitinu því ég held að ég hafi hálft tré í andlitið, það er laufin af hálfu tréi. Mæli ekki með því, frekar vont;)
En það er kominn matur og svo er magadans. Þannig að best að drífa sig:)
Later

mánudagur, nóvember 15, 2004

Mánudagur, mér finnst alltaf vera mánudagur, skil þetta ekki.
Reyndar búið að vera mikið að gera síðustu daga en þó ekki í skólanum. Á fimmtudagskvöldið komu sænsku stelpurnar hingað til okkar og við elduðum saman. Mjög góður matur og góð skemmtun sem endaði á bjórkvöldi eða einhverju álíka á stúdentagörðum hérna rétt hjá okkur. Frekar þreyttur föstudagur rann svo upp og hann leið mjög hratt en endaði í sjónvarpsglápi heima hjá Jónunum og ég hef aldrei vitað um jafn þreytta samkomu. Það sofnuðu nánast allir fyrir framan sjónvarpið, greinilegt að kvöldið áður hafði verið fullerfitt fyrir flesta. Svo byrjaði laugardagurinn nú vel. Við Hafrún fórum að læra, svaka duglegar. Hefði þó mátt endast lengur en fórum svo um kvöldið í þetta líka svaka fína matarboð til Bjargeyjar. Enduðum síðan á því að fara og dansa pínulítið eins og okkar er von og vísa. En fólk var nú ekki alveg á því að hætta þó að við værum farin af diskótekinu heldur drifum við okkur heim til Jónanna á nýjan leik og elduðum okkur morgunmat, eða réttara sagt borðuðum matinn sem þeir ætluðu að hafa í matarboði á sunnudagskvöldinu, úpppssss:) Á sunnudeginum tók svo við hressandi fótbolti. Þetta átti að vera Ísland-Svíþjóð en þar sem að einungis 2 svíar mættu þá var þetta blandað. Mér var nú samt skipt út úr hálfsænska liðinu því þeir sögðu að ég væri svo léleg. Ekki sátt við það þá byrjaði ég bara að tækla þá þegar ég var nú orðin andstæðingur þeirra. Þá áttuðu þeir sig á því að þeir hefðu gert mistök........nei ég segi nú bara svona. En mæli með þessu svona á sunnudegi að fara í fótbolta, maður hressist ótrúlega mikið við þetta.
Fór svo í ótrúlega skemmtilegan tíma í morgun og komst að því að það er bara einn þjóðverji í tímanum, við hin erum öll útlendingar. Það hlaut að vera ástæða fyrir því að kennarinn talaði svona rosalega skýrt, en bara betra;) Jæja best að fara að drífa sig af stað til að hitta Hafrúnu í Mensunni í hádegismat. Maður þarf að taka sér góðan tíma í að klæða sig því það er svo kalt úti. En gott að vera á hjóli þegar allir sem eru á bílum eru að skafa rúðurnar á morgnanna þá hjólar maður bara af stað og vonar að bremsurnar séu ekki frosnar, það væri verra.

þriðjudagur, nóvember 09, 2004

Úti er alltaf að snjóa, gráttu ekki elskan mín þó þig vanti vítamín...... já hið ótrúlega hefur gerst það fór að snjóa hér í Karlsruhe. Allir búnir að segja okkur að það snjói eiginlega aldrei hérna og að í fyrra hafi bara snjóað 2. Fórum í kulda og rigningu til Elínar í sex & the city kvöld í kvöld. Horfðum á þáttinn og svo auðvitað aðeins meira, kjöftuðum helling og ætluðum svo að koma okkur heim. Þegar út var komið þá héldum við að rigningin væri orðin svona þétt en viti menn það var hvítt á bílunum og hjólin okkar voru hvít. Held að ég hafi aldrei áður hjólað í snjókomu. Já mér finnst þetta alveg magnað. Það mætti halda að ég hefði aldrei áður upplifað snjó. En ég held að þetta verði nú farið á morgun þetta var nú ekki merkilegri snjókoma en það:)
En best að fara koma sér í háttinn og fara að skjálfa sér til hita:þ

Nú er frost á Fróni....eða að minnsta kosti hérna hjá mér. Veturinn er greinilega að byrja í Karlsruhe allavegana er búið að vera kalt núna í tvo daga. Var að koma inn eftir að hafa hjólað úr skólanum og mér er svo kalt að ég get varla skrifað á lyklaborðið. En þýðir víst lítið að kvarta því það er búið að vera svo gott veður hingað til, maður getur ekki haft sumar allt árið um kring.
En síðasta helgi var mjög viðburðarík. Mamma og pabbi komu í heimsókn ásamt vinahjónum sínum. Ekki var setið auðum höndum heldur keyrt út um allt á fína bílaleigubílnum sem þau tóku sér. Ég kynntist nokkrum nýjum veitingastöðum hérna um helgina og liggur við ennþá södd eftir allt átið. Býst ekki við svona áti aftur fyrr en um jólin, en það er nú ekki neitt svo langt þangað til.
En fórum í gær í fyrsta aerobik tímann hérna og vá hvað manni leið vel eftir þetta. Finn samt smá fyrir strengjum í dag en það er nú allt í lagi, er að fara í jóga á eftir og teygi vel á þar. En best að drífa sig að opna bækurnar, þær lesa sig víst ekki sjálfar.
Bis später.....

mánudagur, nóvember 08, 2004

Hann á afmæli í dag,
hann á afmæli í dag,
hann á afmæli hann Óli,
hann á afmæli í dag....
vei vei vei vei vei vei vei

Til hamingju með daginn elskan.

fimmtudagur, nóvember 04, 2004

Ég er í sjokki...fór nebbla í leikfimi í gær. Fór sem sagt í leikfimihúsið hérna í háskólanum og keypti mér kort þar, en maður færi ekki að byrja að æfa nema fara í gegnum 2 tíma prógramm með þjálfara. Jú það var nú bara fínt nema hvað það voru gerð allskonar próf eins og þolpróf og lungapróf og fitumæling og þyngdarmæling og alls konar. Nema hvað ég hef aldrei á ævinni verið í verra ástandi:( þannig að þjálfarinn setti upp prógramm fyrir mig og núna er það bara að henda öllu íslenska namminu og minnka bjórdrykkjuna (ekki hætta henni þó alveg) og hlaupa hlaupa hlaupa...... svo kemur maður heim um jólin og bætir öllu á sig aftur, en það tilheyrir nú bara jólunum;)
Núna þá styttist í að mamma og pabbi komi í heimsókn, held að þau séu meira að segja lent. En þau koma hingað seinnipartinn (það er hádegi núna). Þannig að það er best að drífa sig í Mensuna (mötuneyti skólans) og fá sér ljúfengann hádegismat, fara svo í tíma og tékka svo á gamla settinu hvort þau séu nokkuð búin að villast:)

mánudagur, nóvember 01, 2004

Frídagar eru snilld, í dag er einmitt einn slíkur. Enginn skóli bara afslöppun:) Núna þá erum við hætt að vera í sumartíma og vetrartíminn er genginn í garð þannig að núna munar bara klukkutíma á Þýskalandi og Íslandi.
Í gær var farið í haustgöngu FIK (Íslendingafélagið í Karlsruhe). Gangan byrjaði í rólegri kantinum, við gengum aðeins gegnum skóginn og komum svo að klaustri í Maulbronn. Þá voru allir orðnir svangir eftir allt þetta ferska loft þannig að nestið var dregið upp. Skoðuðum síðan klaustrið sem er verndað af UNESCO. Eftir gott stopp þar þá var ákveðið að halda áfram enda nóg eftir, enda átti að ganga 20 km leið. Við örkuðum af stað inn í skóg þar sem að gangstígarnir voru misgóðir enda var skóbúnaður göngumanna misgóður. Þar sem ég var á algerlega sléttbotna skóm þá var ég eins og belja á svelli á tímabili, tókst þó að komast slysalaust frá þessum skógarstígum. Þegar við vorum rétt svo hálfnuð þá var þreytan aðeins farin að segja til sín en þá var bara dreginn upp "hressingardrykkur" og íslenskt nammi og allir ruku áfram. Þegar 4 km voru eftir þá komum við að krá þar sem stoppað var og allir fengu sér bjór og svo fannst kráareigandanum við svo skemmtileg að hann gaf okkur öllum eitt staup af Ouzo. Við þetta hresstust allir enda ekki seinna vænna en að koma sér af stað því myrkrið var að skella á. Skyndilega var svo komið myrkur og 3 forustusauðir ákváðu að drífa sig svo mikið að þeir týndust. Við hin drifum okkur áfram á lestarstöðina. Þar biðum við eftir að hinir 3 fræknu (eða týndu) komu þangað. Þeir komust til okkar að lokum en þó við misgóða heilsu. Einn þeirra var smá hrakfallabálkur og gat ekki gengið lengur vegna mjög bólgins ökkla. Þannig að við Hafrún og Jón Geir fórum með sjúklinginn heim meðan hin fóru að borða kvöldmat. Þar gátum við sett frosið lambakjöt, frosnar baunir og frosinn hákarl á bólgna ökklann. Síðan kíktum við 3 sem gátum gengið á hina göngugarpana sem komu voru í bæinn. Fórum síðan í Halloween partý á skemmtistað í Karlsruhe, ekki það að við værum í neinum búningum. En þar var dansað og dansað þar til ljósin voru kveikt.
Þegar við Hafrún vöknuðum í morgun þá hefði mátt halda að við hefðum gengið þvert yfir Þýskaland en ekki bara 20 km. Við gengum eins og áttræðar kellur, haltar og skakkar. Ég vil bara þakka öllum sem voru í göngunni í gær fyrir frábæran dag;)